Um okkur

Verið velkomin á Haust, einstakan veitingastað á Fosshótel Reykjavík í Borgartúninu og rétt hjá hinu  líflega Hlemmtorgi og miðbænum. Haust, líkt og nafnið gefur til kynna leggur áherslu á árstíðabundið hráefni í fáguðu umhverfi. Hlaðborðið á Haust er orðið víðfrægt en boðið er upp á bæði kvöldverð og bröns um helgar. Meðal kræsinga hlaðborðsins eru mikið úrval forrétta, grænmetisrétta, kjötrétta og fiskmetis en einnig eru vegan réttir í boði.  
Dásamlegt eftirréttaborð heillar alltaf unga sem aldna og vínseðillinn er fjölbreyttur.  Það er eitthvað fyrir alla á Haust og kokkarnir okkar eru ætíð til staðar til þess að aðstoða þig við valið! 

Við erum hér