Um okkur

Haust er einstakur veitingastaður í Reykjavík. Matseldin einkennist af ferskum, íslenskum hráefnum í nýjum og spennandi búningi. Nafnið Haust er engin tilviljun en veitingastaðurinn er tileinkaður litum og fegurð íslenska haustsins. Við vildum fanga þessa fegurð og ferskleikann sem fæst við að draga djúpt andann á björtum haustmorgni. Öll hönnun og umgjörð staðarins, kliðurinn frá opnu eldhúsinu og ilmurinn í loftinu fangar skynfærin og gerir heimsóknina alveg einstaka.

Haust er tími uppskerunnar. Með það í huga er framboð okkar ávallt bundnir uppskeru hverrar árstíðar. Innblástur matargerðar Hausts kemur frá stórbrotinni náttúru Íslands, harðneskjulegum vetrum og sumrum þar sem sólin aldrei sest. Við lítum á íslenska bændur sem hinar einu sönnu stjörnur matargerðar okkar. Þeir leggja á sig gífurlegt erfiði við að framleiða hágæða hráefni við afar erfiðar aðstæður. Án þeirra værum við ekkert. Af virðingu við þá setjum við hráefnið ávallt í fyrsta sæti og ýtum undir bragðtóna þess. Áherslan er fyrst og fremst á einfaldleika, gæði, uppfinningasemi og virðingu fyrir náttúru landsins og því hráefni sem hún hefur upp á að bjóða

Við erum hér